Almennt ferli mála

Upphaf máls

Okkar mál hefjast almennt í kjölfar símtals eða tölvupósts til lögmanns sem ákveður í framhaldinu fund með viðkomandi þar sem farið er yfir málsatvik og möguleika í stöðunni, sá fundur með lögmanni er með öllu kostnaðarlaus. Ef talin er grundvöllur til að fara með mál áfram þarf umboð sem veitir lögmanni heimild til að sinna hagsmunagæslu í málinu.
Slysið eða atvikið er síðan tilkynnt á viðeigandi staði og nauðsynlegra gagna aflað í málinu.

Gagnaöflun

Gagnaöflun er mismunandi eftir því hvar í ferlinu málið er statt. Í upphafi þarf að kalla eftir sjúkragögnum sem staðfesta að atvikið hafi átt sér stað. Þá er ýmissa annarra gagna aflað eftir þörfum m.a frá vinnuveitanda, vinnueftirliti, skattayfirvöldum o.s.frv.
Mikilvægt er að bótaskylda fáist viðurkennd í málinu svo hægt sé að halda málarekstri áfram.

Bataferlið

Eftir slys eða atvik tekur við tímabil þar sem mikilvægt er að huga að bata og heilsu. Á þessu tímabili er gott að fylgja ráðleggingum og meðferðarúrræðum læknis og halda vel utan um allan kostnað sem til fellur vegna slyssins. Ef einkennum hefur ekki linnt þegar um ár er liðið frá slysi þarf að skoða vel sjúkragögn í málinu og leggja drög að örorkumati vegna varanlegra afleiðinga slyssins.

Uppgjör bóta

Sjúkrakostnað og mögulega dagpeninga er allajafna hægt að rukka jafnóðum en ekki er hægt að sækja um bætur fyrir varanlegt tjón fyrr en þú hefur lokið mati hjá þar til bærum matsmönnum. Örorkumatsferli hefst alla jafna þegar um ár er liðið frá slysi. Þegar niðurstaða örorkumats liggur fyrir kemur í ljós hvort þú eigir rétt á bótum vegna slyssins. Séu afleiðingar metnar gerir lögmaður Bótaréttar fjárkröfur á hendur öllum hlutaðeigandi aðilum á grundvelli matsgerðarinnar.

Það kostar ekkert að kanna málið

Sendu okkur tölvupósti eða hringdu og fáðu fría ráðgjöf lögmanns

Scroll to Top