Afleiðing læknismeðferðar

Lögmenn Bótaréttar sérhæfa sig í að aðstoða einstaklinga sem verða fyrir líkams- og heilsutjóni
vegna afleiðinga meðferðar af hálfu lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra
heilbrigðisstarfsmanna, hvort sem meðferðin fór fram á sjúkrahúsi eða á einkastofu. Allir
heilbrigðisstarfsmenn eru tryggðir í gegnum íslenska ríkið eða vátryggingafélög.
Í þessum málum sem og öðrum nálgast lögmenn Bótaréttar mál af nærgætni og í fullum trúnaði. Ekki bíða með að leita ráðgjafar og fá upplýsingar til að tryggja þína hagsmuni. Það kostar ekkert!
Mistök eða saknæm háttsemi heilbrigðisstarfsmanns skilyrði bóta?
Líkams-og heilsutjón vegna veitingu rangrar eða ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu getur haft verulega alvarlegar afleiðingar í för með sér og langvarandi fylgikvilla sem sjúklingur á ekki að þurfa að bera án bóta. Svarið er nei, ekki er skilyrði að mistök hafi átt sér stað eða sök heilbrigðisstarfsmanns til að eiga rétt á bótum.

Viltu vita meira?
Viðkvæm mál sem þarfnast sérfræðiþekkingar
Mál sem varða líkams- og heilsutjón í kjölfar læknismeðferðar geta verið mjög flókin, þar sem margar breytur eru í spilinu, bæði út frá læknisfræðilegu og lagalegu sjónarhorni. Við hvetjum þig til að leita ráðgjafar hjá lögmönnum Bótaréttar. Við bjóðum þér ókeypis fyrsta viðtal og hjálp til að kanna bótarétt þinn.
Helstu bótaflokkarnir
Dæmi um bætur eru eftirfarandi og byggja á grundvelli skaðabótalaga:
1. Bætur vegna tekjutaps.
2. Þjáningabætur.
3. Miskabætur.
4. Örorkubætur.