Frítímaslys

Algengustu slys á Íslandi gerast í frítíma, t.d. hálkuslys, slys við íþróttaiðkanir, útiveru, heimilisstörf og hestamennsku. Þá hefur slysum vegna rafmagnshlaupahjóla fjölgað mikið með breyttum ferðavenjum og eru nú meðal algengustu frítímaslysa hér á landi.
Mikilvægt er að hafa í huga að þú getur átt rétt á bótum úr fleiri en einni tryggingu.
Slys tilkynnt of seint
Stundum er slys tilkynnt of seint á rétta staði og getur bótaréttur þá fallið niður. Það er miður þegar fólk missir af réttmætum bótum vegna atriða sem vel er hægt að fyrirbyggja með því að leita ráðgjafar ef slys ber að höndum.
Bótaréttur getur stofnast úr hendi almannatrygginga, einkatrygginga og í einhverjum tilfellum úr tryggingum sem vinnuveitanda ber skylda að hafa fyrir sína starfsmenn.
Mikilvægt er að tilkynna slys við fyrsta tækifæri svo bótaréttur falli ekki niður hjá tryggingafélögum eða öðrum hlutaðeigandi aðilum.
Ekki bíða með að kanna málið og leita ráðgjafar til að tryggja þína ítrustu hagsmuni. Það gæti reynst þér dýrkeypt að gera ekkert í þínu máli!

Þú þekkir þitt mál - við þekkjum úrræðin!
Fleiri en ein trygging?
Bótaréttur vegna frítímaslysa getur verið til staðar úr fleiri en einni tryggingu, til að mynda úr heimilistryggingu, í gegnum slysatryggingar Sjúkratrygginga Íslands eða launþegatryggingar vinnuveitanda ef kjarasamningar kveða á um það. Ef einhver annar ber ábyrgð á slysinu getur einnig stofnast víðtækari réttur, þ.e til skaðabóta. Hér geta flóknar spurningar vaknað og því er ekki úr vegi að láta sérfræðinga fara með málið þitt á meðan þú einbeitir þér að þínum bata.

Viltu vita meira?
Tryggingar hjá tryggingafélögum
Til eru margskonar útgáfur af tryggingum sem tryggja fólk við frítímaslysum. Á meðan sumar tryggingar eru víðtækar og innihalda ágætis vernd eru aðrar lakari. Allt fer það eftir skilmála tryggingarinnar og þeim upphæðum sem hver og einn er tryggður fyrir. Dæmi um bótaliði eru:
1. Bætur fyrir sjúkrakostnað, t.d. vegna læknisheimsókna, lyfja og meðferðar hjá sjúkraþjálfara og tengjast slysinu. Einnig getur verið til staðar réttur til greiðslu bóta vegna áfallahjálpar og sjúkrahúslegu. Það er mikilvægt að halda vel utan um alla reikninga og kvittanir. Við sjáum svo um að rukka allan kostnað fyrir þig.
2. Dagpeningar vegna tímabundinnar óvinnufærni hvort um er að ræða launuð eða ólaunuð störf. Útvega þarf vottorð frá lækni sem staðfestir tímabil óvinnufærninnar og upphæð dagpeninga tekur mið af skilmála tryggingarinnar og þeim upphæðum sem eru tryggðar. Alltaf skal gera ráð fyrir einhverjum biðtíma þar til dagpeningar eru greiddir og hámarksbótatíma.
3. Ef þú hefur ekki jafnað þig að fullu þegar um ár er liðið frá slysi er tilefni til að skoða hvort þú eigir rétt á slysabótum vegna þess skaða sem þú hlaust í slysinu. Almenna reglan er sú að örorkumat fer alla jafna ekki fram fyrr en í fyrsta lagi ári eftir slys.
Bætur frá Sjúkratryggingum
Hægt er að slysatryggja sig sérstaklega við heimilisstörf með því að haka við tiltekin reit í skattframtali. Sjúkratryggingar tryggja þannig frítímaslys sem verða við heimilisstörf. Slys sem gerast heima, úti í bílskúr eða í garðvinnunni geta því verið bótaskyld úr slysatryggingu Sjúkratrygginga Íslands.
Ef annar aðili ber ábyrgð á slysi beint eða óbeint getur stofnast réttur til skaðabóta og fer þá um uppgjör bóta m.a. á grundvelli skaðabótalaga nr. 50/1993. Bótauppgjör á grundvelli skaðabótalaga veitir ríkari rétt til bóta. Dæmi um bætur eru:
1. Tekjutapsgreiðslur
2. Þjáningabætur
3. Bætur fyrir varanlegan miska
4. Bætur fyrir varanlega örorku
Tekur ferlið langan tíma?
Bataferli hvers og eins er misjaft en ef slys veldur varanlegum afleiðingum þarf að óska eftir örorkumati hjá hlutlausum matsmönnum. Hefja má matsferlið í fyrsta lagi um ári eftir slys. Taka verður tillit til tíma sem fer í að afla gagna, fá samþykki tryggingafélags, matsfundartíma og niðurstöðum matsmanna. Mestu skiptir að þú upplifir traust til þeirra sem annast málið og að þú fáir svigrúm og næði til að hlúa að eigin bata.
Hvað kostar þjónusta Bótaréttar?
Fyrsta viðtal er alltaf frítt. Lögmannsþóknun er ávallt gerð upp í lok máls nema um annað sé samið.

Lentir þú í slysi?
Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að sækja þær bætur sem þú átt rétt á.