Líkamsárás

Erfið fyrstu skref

Fyrstu skrefin í leit að réttlæti geta reynst þeim sem verða fyrir líkamsárás eða kynferðisbroti þungbær. Það krefst hugrekkis að leita réttar síns þegar um svo alvarleg brot er að ræða. Með góðri aðstoð er hægt að sækja rétt sinn og fara fram á bætur vegna þess skaða sem árás af þessu tagi veldur. Á meðan bætur eru enn of lágar að okkar mati verður að viðurkenna að þær eru nokkur sárabót sem nýst geta í bataferlinu.

Til þess að bótaréttur vegna líkamsárása virkjist þarf að kæra atvik til lögreglu.
Í þessum málum sem og öðrum nálgast lögmenn Bótaréttar mál af nærgætni og í fullum trúnaði. Ekki bíða með að leita ráðgjafar og fá upplýsingar til að tryggja þína hagsmuni. Það kostar ekkert!

Bótaréttur, bót í þínu máli.

Þolendur líkamsárása og kynferðisbrota eiga rétt á því að fá skaðabætur vegna líkamstjóns sem þeir verða fyrir. Slíkar bætur taka til bæði tímabundinna og varanlegra afleiðinga tjónsins. Í mörgum tilvikum er gerandinn ekki greiðslufær. Í þeim tilfellum getur þolandi sótt um bætur úr bótasjóði þolenda sem hægt er að kynna sér nánar á vef stjórnarráðsins.

Þolendur ofbeldisbrota sem eiga undir ákvæði almennra hegningarlaga eiga allajafna rétt á bótum frá gerandanum vegna líkamstjóns síns á grundvelli skaðabótalaga. Í framkvæmd eru mál rekin með þeim hætti að þolandi kærir árásina til lögreglu og í framhaldinu gerir lögmaður skaðabótakröfu á hendur geranda í opinberu máli sem ákæruvaldið höfðar gegn honum. Í slíkum málum er jafnframt gerð krafa um miskabætur á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga og krafa um greiðslu á útlögðum kostnaði þolanda.

Bótunum má skipta í tvennt. Annars vegar bætur vegna tímabundinna afleiðinga sem varða bætur vegna tímabundins tekjutaps og þjáningabætur. Hins vegar bætur  vegna varanlegra afleiðinga líkamstjóns og kemur þá til skoðunar mat vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku.

Bætur úr heimilistryggingu.

Samhliða öðrum bótum þarf einnig að skoða hvort bótaréttur er til staðar úr heimilistryggingu ef þolandi er með slíka tryggingu í gildi.

Hvað kostar þjónusta Bótaréttar?

Fyrsta viðtalið er alltaf frítt. Lögmannsþóknun er ávallt gerð upp í lok máls nema um annað sé samið.

Lentir þú í slysi?​

Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að sækja þær bætur sem þú átt rétt á.

Scroll to Top