Vinnuslys

Launþegar á Íslandi eru slysatryggðir í vinnu og á beinni leið til eða frá vinnu samkvæmt þeim kjarasamningi sem á við um starfsgreinina. Vinnuslys geta verið tryggð á fleiri en einum stað.
Það er ekki hægt að treysta á að vinnuveitandi tilkynni um slys og því er mikilvægt fyrir þig að bregðast fljótt við og afla upplýsinga um hvernig tryggingum þínum er háttað svo að þú missir ekki af bótarétti þínum.

Lögmenn Bótaréttar eru sérfræðingar á þessu sviði svo ekki hika við að heyra í okkur, fá ráðgjöf og leiðsögn um næstu skref. Við tökum vel á móti þér og fylgjum þér í gegnum ferlið.

Slys tilkynnt of seint

Því miður er það svo að margir átta sig ekki á bótarétti sínum þegar slys verður í vinnutíma eða á beinni leið til eða frá vinnu og missa þannig af rétti sínum til bóta sé slys tilkynnt of seint. Oftast er ástæðan sú að fólk telur slys ekki vera nógu alvarlegt, veit ekki hvert það á að snúa sér eða fær ekki fullnægjandi upplýsingar um bótarétt sinn.

Til að greiða úr flækjunni er gott að ræða málin, fá leiðsögn og ráð um næstu skref.
Launþegum er tryggður lögbundinn slysaréttur og hann ber að virða.

Þú þekkir þitt mál - við þekkjum úrræðin

Skyldur atvinnurekanda

Atvinnurekanda ber að slysatryggja starfsfólk sitt í vinnutíma og á beinni leið til og frá vinnu. Tryggingar launafólks byggja á ákvæðum kjarasamninga sem starfið fellur undir en einnig getur bótaréttur verið til staðar hjá Sjúkratryggingum Íslands og úr öðrum almennum slysatryggingum.
Til viðbótar getur stofnast bótaréttur úr sérstakri ábyrgðartryggingu atvinnurekanda ef slys er rakið til vanbúnaðar eða mistaka starfsmanna. Um slíkar skaðabótakröfur gilda ákæði skaðabótalaga nr. 50/1993.
Vissar starfstéttir njóta enn ríkari verndar samkvæmt kjarasamningum en það á t.d. við um störf lögreglumanna, sjómanna, fangavarða og einstaklinga sem sinna krefjandi umönnunarstörfum, t.d. á hjúkrunarheimilum, spítölum og meðferðarheimilum.

Bótaréttur, bót í þínu máli.

Að mörgu er að huga

Þar sem að skilin á milli vinnu og frítíma eru ekki alltaf skýr geta ýmis álitamál komið upp. Ekki er alltaf ljóst hvar ábyrgðin liggur og slysamál starfsmanna geta verið viðkvæm vegna tengsla við vinnuveitanda. Þá er gott að hafa aðila með sér í liði sem þekkir lögin, reglurnar og ferlið til að fara með málið áfram.

Hvað tekur ferlið langan tíma?

Bataferli hvers og eins er misjaft en ef slys veldur varanlegum afleiðingum þarf að óska eftir örorkumati hjá hlutlausum matsmönnum. Hefja má matsferlið í fyrsta lagi um ári eftir slys. Taka verður tillit til tíma sem fer í að afla gagna, fá samþykki tryggingafélags, matsfundartíma og niðurstöðum matsmanna. Mestu skiptir að þú upplifir traust til þeirra sem annast málið og að þú fáir svigrúm og næði til að hlúa að eigin bata. 

Hvað er bætt?

Sé um bótaskylt vinnuslys að ræða greiðast bætur í samræmi við tryggingaskilmála, kjarasamningsbundin réttindi og leikreglur Sjúkratrygginga Íslands. Bætur vegna vinnuslysa skiptast almennt í eftirfarandi liði:

1. Bætur fyrir sjúkrakostnað, t.d. vegna læknisheimsókna, lyfja og meðferðar hjá sjúkraþjálfara og tengjast slysinu. Það er mikilvægt að halda vel utan um alla reikninga og kvittanir. Við sjáum svo um að rukka allan kostnað fyrir þig. 

2. Dagpeningar vegna tímabundinnar óvinnufærni. Útvega þarf vottorð sem staðfestir tímabil óvinnufærninnar.

3. Ef þú hefur ekki jafnað þig að fullu þegar um ár er liðið frá slysi er tilefni til að skoða hvort þú eigir rétt á örorkubótum vegna þess skaða sem þú hlaust í slysinu. Almenna reglan er sú að örorkumat fer alla jafna ekki fram fyrr en í fyrsta lagi ári eftir slys. 

Ef vinnuveitandi ber ábyrgð á slysi beint eða óbeint getur stofnast réttur til skaðabóta og fer þá um uppgjör bóta m.a. á grundvelli skaðabótalaga nr. 50/1993. Bótauppgjör á grundvelli skaðabótalaga veitir ríkari rétt til bóta. Dæmi um bætur eru:

1. Tekjutapsgreiðslur.  

2. Þjáningabætur. 

3. Bætur fyrir varanlegan miska. 

4. Bætur fyrir varanlega örorku. 

Hvað kostar þjónusta Bótaréttar?

Fyrsta viðtal er alltaf frítt. Lögmannsþóknun er ávallt gerð upp í lok máls nema um annað sé samið.

Lentir þú í slysi?​

Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að sækja þær bætur sem þú átt rétt á.

Scroll to Top