Sjóslys

Starfsfólki til sjós er tryggður mjög ríkur réttur til bóta í ljósi hættulegra og krefjandi vinnuaðstæðna og verði líkamstjón vegna slyss skiptir ekki máli hvort það sé að rekja til vanrækslu eða mistaka. Skipstjóra ber ávallt að skrá slysaatvik í skipsdagbók og vinnuveitanda ber að tilkynna um slysið til Sjúkratrygginga Íslands.
Þrátt fyrir tilkynnaskyldu vinnuveitanda er mikilvægt að fylgja máli sínu vel eftir því bótaréttur getur verið til staðar á fleiri stöðum.
Ekki hika við að fá ráðgjöf hjá lögmönnum Bótaréttar. Við leiðbeinum þér í gegnum ferlið og fylgjum málinu eftir frá upphafi til enda.
Bóka fría ráðgjöf
Slys tilkynnt of seint
Því miður er það svo að margir átta sig ekki á mögulegum rétti til bóta þegar slys ber að höndum og missa þannig af rétti sínum til bóta sé slys tilkynnt of seint. Oftast er ástæðan sú að fólk upplifir slysið ekki nógu alvarlegt, telur vinnuveitanda þegar hafa tilkynnt um slysið, veit ekki hvert það á að snúa sér eða fær ekki fullnægjandi upplýsingar um bótarétt sinn.
Lögmenn Bótaréttar þekkja reglurnar, leiðirnar og lausnirnar.

Þú þekkir þitt mál - við þekkjum úrræðin
Bótaréttur, bót í þínu máli.
Sönnun um slys
Sjómennskan elur af sér sterka einstaklinga sem margir hverjir bíta frekar á jaxlinn og "harka af sér" en að leita til læknis vegna verkja í kjölfar slyss. Margir leita því ekki til læknis þegar slys ber að höndum því vonin er ávallt sú að einkenni gangi til baka og að bata verði náð.
Í ferli slysamála er mjög mikilvægt að slys séu ekki einungis skráð hjá vinnuveitanda heldur einnig af lækni sem hittir hinn slasaða og staðfestir einkenni.
Á meðan sumir ná fullum bata eru allaf einhverjir sem kljást við áframhaldandi verki og lífskerðingu sem lifa þarf með til frambúðar.
Réttur sjómanna til slysabóta vegna vinnuslysa er ótvíræður. Þann rétt ber að vernda.
Sértu tilbúinn að láta á okkur reyna svörum við þér gjarnan í síma 520 5100, í gegnum samskiptamiðla facebook, instagram eða með tölvupósti á netfangið botarettur@botarettur.is. Það kostar ekkert.

Viltu vita meira?
Um bætur vegna sjóslysa fer með sama hætti og vegna umferðarslysa. Helstu bótaliðir vegna sjóslysa eru eftirfarandi:
1. Sjúkrakostnaður vegna slyssins. Það getur verið lyfjakostnaður, sjúkraþjálfun, lækniskostnaður og rannsóknir svo eitthvað sé nefnt. Alltaf þarf að passa upp á að meðferð sé í samræmi við ráðleggingar læknis og að tilvísanir um meðferð séu gefnar út svo meðferðin fáist greidd.
2. Tekjutap. Ef slysið veldur óvinnufærni og veikindarétti er lokið hjá vinnuveitanda getur hinn slasaði sótt um tekjutapsgreiðslur frá tryggingafélagi útgerðarinnar.
3. Þjáningabætur. Staðlaðar bætur fyrir þann tíma sem hinn slasaði telst vera veikur vegna slysaáverkanna.
4. Bætur fyrir varanlegan miska. Bætur sem taka mið af hversu miklir slysaáverkarnir eru út frá læknisfræðilegu sjónarmiði.
5. Bætur fyrir varanlega örorku. Þessi bótaliður reiknar út framtíðartekjutap vegna afleiðinga slyssins sem metnar eru af þar til bærum sérfræðingum og taka mið af aldri hins slasaða og tekjum síðastliðinn þrjú ár fyrir slysið. Ef tekjur hafa verið lágar síðastliðinn þrjú ár fyrir slys er miðað við ákveðin lágmarkslaun.

Hvað tekur ferlið langan tíma?
Bataferli hvers og eins er misjaft en ef slys veldur varanlegum afleiðingum þarf að óska eftir örorkumati hjá hlutlausum matsmönnum. Yfirleitt fer matsferlið ekki í gang fyrr en fyrsta lagi um ári eftir slys. Taka verður tillit til tíma sem fer í að afla gagna, fá samþykki tryggingafélags, matsfundartíma og niðurstöðum matsmanna. Mestu máli skiptir að þú upplifir traust til þeirra sem annast málið þitt og að þú fáir svigrúm og næði til að hlúa að eigin bata.
Hvað kostar þjónusta Bótaréttar?
Fyrsta viðtal er alltaf frítt. Lögmannsþóknun er ávallt gerð upp í lok máls nema um annað sé samið. Í sjóslysamálum þar sem bótaskylda er viðurkennd greiða tryggingafélögin stærsta hluta lögmannsþóknunarinnar.
Lentir þú í slysi?
Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að sækja þær bætur sem þú átt rétt á.