Umferðarslys

Það skiptir ekki máli hvort þú varst í rétti eða órétti
Ökumenn, farþegar og aðrir þeir sem slasast vegna notkunar á ökutæki eiga víðtækan bótarétt úr ábyrgðartryggingu þess ökutækis sem olli tjóninu.
Það skiptir ekki máli hvort þú sért í rétti eða órétti til að eiga rétt á slysabótum.
Hafa skal í huga að bætur geta fallið niður í heild eða að hluta vegna ástands eða hegðunar ökumanns og farþega. Til að vera viss um hvort þú eigir rétt á bótum er alltaf best að fá ráðgjöf hjá okkur. Það kostar ekkert!
Slys tilkynnt of seint
Því miður heyrum við ennþá frá fólki sem misst hefur af tækifærinu til að sækja réttmætar bætur vegna þess að slysið var "of seint tilkynnt". Oftast er ástæðan sú að fólk er ekki meðvitað um mögulegan bótarétt sinn, fær jafnvel ekki viðeigandi eða réttar upplýsingar frá tryggingafélaginu í upphafi eða telur að einkenni muni jafna sig og að fullum bata verði náð.
Ekki hika við að heyra í lögmönnum Bótaréttar og fá fría fyrstu ráðgjöf. Að vera upplýstur um bótarétt er hagsmunamál sem getur skipt þig og þína sköpum.

Þú þekkir þitt mál - við þekkjum úrræðin!
Ef þú ert ekki viss.
Hafir þú eða einhver þér nákomin lent í slysi þarf að leita til læknis og upplýsa um slysaáverka. Þetta er ekki tíminn til að „bíta á jaxlinn“ eða „harka af sér“ því einkenni eiga það til að magnast upp og koma oft fyrst í ljós nokkru eftir að slys varð. Ekki er óalgengt að fólk upplifi depurð, kvíða, svefnleysi, pirring eða jafnvel afturför og bata á víxl.
Ef óvissa er til staðar um þinn rétt getur margborgað sig að leita ráðgjafar, því fyrr því betra. Það að leita ráðgjafar er hluti af bataferlinu.
Bótaréttur, bót í þínu máli.

Viltu vita meira?
Öll skráningarskyld ökutæki ber að tryggja samkvæmt lögum með ábyrgðartryggingu hjá tryggingafélagi. Þessar tryggingar kallast ýmsum nöfnum eins og t.d. bifreiðatrygging, ábyrgðartrygging, ökutækjatrygging eða skyldutrygging. Heiti tryggingarinnar skiptir ekki máli í þessu samhengi því innihaldið er það sama. Tryggingunni er ætlað að bæta það eigna- og líkamstjón sem hlýst af notkun ökutækisins en um leið er líka innifalin slysatrygging ökumanns og eiganda þess ökutækis sem veldur tjóni. Það þýðir að ökumaður sem veldur tjóni getur átt rétt á bótum vegna líkamstjóns.
Bætur úr ábyrgðartryggingu ökutækja byggja á grundvelli skaðabótalaga nr. 50/1993 og dæmi um bætur eru:
1. Sjúkrakostnaður vegna slyssins. Það getur verið lyfjakostnaður, sjúkraþjálfun, lækniskostnaður og rannsóknir svo eitthvað sé nefnt. Alltaf þarf að passa upp á að meðferð sé í samræmi við ráðleggingar læknis og að tilvísanir um meðferð séu gefnar út svo meðferðin fáist greidd.
2. Tekjutap. Ef slysið veldur óvinnufærni og veikindarétti er lokið hjá vinnuveitanda getur hinn slasaði sótt um tekjutapsgreiðslur frá tryggingafélagi ökutækisins sem olli tjóninu.
3. Þjáningabætur. Staðlaðar bætur fyrir þann tíma sem hinn slasaði telst vera veikur vegna slysaáverkanna.
4. Bætur fyrir varanlegan miska. Bætur sem taka mið af hversu miklir slysaáverkarnir eru út frá læknisfræðilegu sjónarmiði.
5. Bætur fyrir varanlega örorku. Þessi bótaliður reiknar út framtíðartekjutap vegna afleiðinga slyssins sem metnar eru af þar til bærum sérfræðingum og taka mið af aldri hins slasaða og tekjum síðastliðinn þrjú ár fyrir slysið. Ef tekjur hafa verið lágar síðastliðinn þrjú ár fyrir slys er miðað við ákveðin lágmarkslaun.
Sértu tilbúinn að láta á okkur reyna svörum við þér gjarnan í síma 520 5100, í gegnum samskiptamiðla facebook, instagram eða með tölvupósti á netfangið botarettur@botarettur.is
Tekur ferlið langan tíma?
Bataferli hvers og eins er misjaft en ef slys veldur varanlegum afleiðingum þarf að óska eftir örorkumati hjá hlutlausum matsmönnum. Yfirleitt fer matsferlið ekki í gang fyrr en fyrsta lagi um ári eftir slys. Taka verður tillit til tíma sem fer í að afla gagna, fá samþykki tryggingafélags, matsfundartíma og niðurstöðum matsmanna. Mestu máli skiptir að þú upplifir traust til þeirra sem annast málið þitt og að þú fáir svigrúm og næði til að hlúa að eigin bata.
Hvað kostar þjónusta Bótaréttar?
Fyrsta viðtal er alltaf frítt. Lögmannsþóknun er ávallt gerð upp í lok máls nema um annað sé samið. Í umferðarslysamálum þar sem bótaskylda er viðurkennd greiða tryggingafélögin stærsta hluta lögmannsþóknunarinnar.

Lentir þú í slysi?
Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að sækja þær bætur sem þú átt rétt á.