Teymið okkar

Björgvin Þórðarson
Lögmaður
Björgvin hefur sérhæft sig á sviði skaðabótaréttar allt frá útskrift sem Cand. juris frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2006. Það sama ár hóf hann störf hjá LEX lögmannsstofu þar sem hann kom að stofnun Bótaréttar á árinu 2008 en tók síðar alfarið við rekstri félagsins sem eigandi. Samhliða störfum sínum hefur hann látið kennslu á sviði skaðabótaréttar til sín taka og í dag leiðbeinir hann nemendum Háskóla Íslands við ritgerðarsmíðar á réttarsviðinu. Björgvin er eljusamur og reynslumikill málflytjandi og hefur málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti.

Harpa Hörn Helgadóttir
Lögmaður
Harpa útskrifaðist sem Cand. juris frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2007 og starfaði sem löglærður aðstoðarmaður héraðsdómara áður en hún hóf störf við lögmennsku á árinu 2011. Harpa er boðberi krafts og sköpunar, hefur lag á að finna lausn mála og jákvæð áhrif á alla í kringum sig. Harpa var ein eigenda Lögfræðistofu Reykjavíkur allt þar til hún fluttist yfir til Bótaréttar sem eigandi og lögmaður á árinu 2018.

Bryndís Gyða Michelsen
Lögmaður
Bryndís útskrifaðist með BA-próf frá Háskólanum í Reykjavík árið 2018 og hlaut viðurkenningu fyrir hæstu einkunn. Bryndís lauk meistaranámi frá sama skóla í byrjun árs 2021 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi hið sama ár. Málin vefjast ekki fyrir Bryndísi enda er hún fljóthuga og fylgin sér. Hún hóf störf hjá Bótarétti haustið 2020 en vann áður meðfram náminu hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Marlena Piekarska
Lögmaður
Marlena útskrifaðist með BA-próf frá Háskóla Íslands árið 2019 og lauk meistaranámi frá sama skóla vorið 2021 með næsthæstu meðaleinkunn. Hún öðlaðist málflutningréttindi fyrir héraðsdómi árið 2022. Marlena hefur starfað hjá Bótarétti frá því haustið 2019 en vann áður meðfram náminu hjá tjónadeild Sjóvá. Hún er hamhleypa til verka bæði í leik og starfi og auk þess eini pólskumælandi lögmaður landsins með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum.

Guðmunda Katrín Karlsdóttir
Sérfræðingur
Guðmunda útskrifaðist með BS. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2016 og hlaut útskriftarverðlaun fyrir hæstu einkunn. Guðmunda á langan starfsferil að baki innan vátryggingageirans eða allt frá árinu 2000 þegar hún starfaði hjá TM tryggingum til ársins 2006. Hjá Vátryggingafélagi Íslands starfaði hún síðan til ársins 2022 er hún gekk til liðs við Bótarétt. Hún er sérfæðingur á víðtæku sviði og veit allt um tryggingar.

A. Fanney Magnúsdóttir
Skrifstofustjóri
Fanney hefur áralanga reynslu sem skrifstofustjóri, áður á sviði ferðaþjónustu og fasteigna og nú á sviði slysa- og skaðabóta eftir að hafa starfað hjá Bótarétti frá því sumarið 2021. Fanney er sú sem heldur utan um teymið með sínum frábæra húmor og skipulagi. Jafnframt á hún í miklum samskiptum við tjónþola og bótaskylda aðila þar sem samskiptahæfni hennar kemur sterklega í ljós.
Það kostar ekkert að kanna málið
Hafðu samband við okkur í tölvupóst eða bókaðu tíma í fría ráðgjöf