Umferðarslys

Þú gætir átt rétt á bótum vegna umferðarslyss þó þú hafir verið í órétti. Það skiptir ekki máli hvort þú varst ökumaður eða farþegi, bótaréttur er einfaldlega fyrir hendi farþega bílsins hafi þeir þá orðið fyrir tjóni.

Hér þarf þó að skoða hvort mögulega sé eigin sök til staðar og getur margt komið til hvað það varðar. Var hinn slasaði undir áhrifum áfengis eða ofsaakstur orsök slyss? Bætur geta fallið niður í tilvikum í ýmsum tilvikum, í heild eða að hluta. Sama hvernig slys var þá er algjört lykilatriði að vera með rétt fólk í brúnni til að sækja það sem þú átt rétt á.

Slys tilkynnt of seint

Flóknir tryggingaskilmálar og samspil ýmissa tryggingategunda hafa orðið til þess að margir eru ómeðvitaðir um mögulegan rétt sinn til bóta vegna frítímaslyss. Því miður er það svo að margir þekkja ekki rétt sinn er slys verður á frítíma og missa því rétti til bóta þar sem að slys var tilkynnt of seint. Oftast er ástæðan sú að fólk telur sitt slys ekki nógu alvarlegt, veit ekki hvert það á að leita eða fær ekki fullnægjandi upplýsingar frá sínu tryggingafélagi. Því er mikilvægt að fá afstöðu óháðra aðila sem hafa reynsluna og þekkinguna sem til þarf.

Mikilvægt er að tilkynna slys við fyrsta tækifæri svo bótaréttur falli ekki niður hjá tryggingafélögum eða öðrum hlutaðeigandi aðilum.

Þú þekkir þitt mál - við þekkjum úrræðin!

Ef þú ert ekki viss.

Ef þú eða einhver nákomin þér lendir í slysi þarf að leita læknis og upplýsa um líkamlegar afleiðingar (slyss(ins). Þetta er ekki tíminn til að „bíta á jaxlinn“ eða „harka af sér“ því einkenni eiga það til að magnast upp og koma fyrst í ljós oft nokkru eftir að slys varð. Ekki er óalgengt að fólk upplifi depurð, kvíða, svefnleysi, pirring eða jafnvel afturför og bata á víxl.

Ef óvissa er til staðar um þinn rétt getur marg borgað sig að leita ráðgjafar, því fyrr því betra. Það að leita ráðgjafar er hluti af bataferlinu.

Bótaréttur, bót í þínu máli.

Nánar um bætur vegna umferðarslyss

Í stað þess að rekja hér lög og reglur er til alls fyrst að fá upplýsingar um atvik máls, þar sem hvert tilvik er einstakt. Sértu tilbúinn að láta á okkur reyna svörum við þér gjarnan í síma 520 5100, í gegnum samskiptamiðla facebook, instagram eða með tölvupósti á netfangið botarettur@botarettur.is.

Hverju á ég rétt á?

Þegar slysi er valdið vegna notkunar ökutækja gilda ákvæði skaðabótalaga nr. 50/1993. 
Bætur samkvæmt skaðabótalögum geta verið eftirfarandi:

Sjúkrakostnaður
Almennt greiðist sjúkrakostnaður vegna læknisheimsókna, lyfja og meðferðar hjá sjúkraþjálfara.  Mikilvægt er að halda vel utan um alla reikninga sem kunna að falla til vegna slyss og fá tilvísun frá lækni ef leita þarf til sjúkraþjálfara. Í einhverjum tilvikum er greiddur kostnaður vegna sálfræðiþjónustu eða annarrar sérhæfðrar meðferðar en slíkt er þó ávallt skoðað hverju sinni.

Tímabundið atvinnutjón.
Ef slys veldur því að ekki er hægt að stunda vinnu er réttur til bóta fyrir tímabundið tekjutap í samræmi við staðfestingu læknis um óvinnufærni. Kröfur vegna tekjutaps eru skoðaðar hverju sinni í samræmi við önnur réttindi sem mögulega eru fyrir hendi.
Sá sem er heimavinnandi getur einnig átt rétt á bótum vegna tekjutaps enda ber að leggja heimilisstörf að jöfnu við störf utan heimilis.

Þjáningabætur
Þjáningabætur eru staðlaðar bætur greiddar eru fyrir þann tíma sem tjónþoli telst vera veikur vegna áverka slyss. Þjáningabætur eru ákvarðaðar á grundvelli læknisfræðilegra gagna og niðurstöðum matsmanna í lok máls.

Bætur vegna varanlegs miska
Bætur fyrir varanlegan miska eru staðlaðar bætur sem taka mið af því hversu miklir slysaáverkarnir eru út frá læknisfræðilegu sjónarmiði og með hliðsjón af þeim erfiðleikum sem þeir valda í lífi tjónþola.

Bætur fyrir varanlega örorku
Bætur fyrir varanlega örorku taka mið af framtíðartekjutapi vegna varanlegrar skerðingar á aflahæfi sem slysaáverkarnir hafa í för með sér. Bæturnar reiknast út frá aldri tjónþola og tekjum hans síðastliðin þrjú ár fyrir slysið. Hafi tjónþoli verið tekjulítill síðastliðinn þrjú ár fyrir slysið er miðað við ákveðin lágmarkslaun.

Kostar að leita lögmanns Bótaréttar?

Fyrsta viðtal er frítt og fáist ekki greiddar bætur vegna slyssins greiðir þú engan lögmannskostnað.
Fáir þú greiddar bætur vegna slyssins greiðir þú lögmannskostnað í samræmi við gjaldskrá Bótaréttar en kostnaðurinn er dreginn frá í lok máls.
Þú þarft því ekki að hafa áhyggjur af því að leggja út í kostnað á sama tíma og þú sinnir bataferli þínu. 
Nánar má finna upplýsingar um gjaldskrá Bótaréttar í gjaldskrá.

Ekki hika við að hafa samband. Við tökum vel á móti þér.

Lentir þú í slysi?​

Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að sækja þær bætur sem þú átt rétt á.

Scroll to Top