Starfsmenn

Okkar starfsfólk hefur yfir að ráða viðamikillri reynslu og þekkingu á sviði slysa-og skaðabótamála. Bótaréttur var stofnaður á árinu 2008 og síðan þá fengið til liðs við sig reynslumikið starfsfólk úr röðum tryggingafélaga, Sjúkratrygginga Íslands og dómstólum. Við höfum setið báðum megin við borðið, reynsla og þekking sem kemur okkar umbjóðendum til góðs.
Við getum auk þess farið með málið þitt áfram á öllum dómstigum, Landsrétti og Hæstarétti en ekki bara fyrir héraðsdómi, eitthvað sem vert er að skoða í upphafi máli – þú skiptir enda ekki um hest í miðri á!

Við erum reynsluboltar á sviði slysa og skaðabótamála enda starfað á sviðinu í yfir 15 ár, nokkuð sem gæti skipt þig máli.
Við leggjum áherslu á persónulega og einstakligsbundna þjónustu. Hvert og eitt mál varðar okkur öllu, ekki síður en okkar umbjóðendur  – ánægja og árangur fer hér saman.
Ef þú ert tilbúinn að leggja allt á borðið þá mátt þú treysta því að erum tilbúin að veita þér heiðarlegt og skýrt svar um mögulega framvindu þíns máls án skuldbindinga eða kostnaðar.
Kíktu í kaffi til okkar á Suðurlandsbrautina, við tökum vel á móti þér.

Björgvin Þórðarson

Hæstaréttarlögmaður
Björgvin hefur sérhæft sig á sviði skaðabótaréttar allt frá útskrift sem Cand. juris frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2006. Það sama ár hóf hann störf hjá LEX lögmannsstofu þar sem hann kom að stofnun Bótaréttar á árinu 2008 en tók síðar alfarið við rekstri félagsins sem eigandi. Björgvin er reynslumikill málflytjandi hvort heldur fyrir héraðsdómi, Landsrétti eða Hæstarétti.

Harpa Hörn Helgadóttir

Lögmaður
Harpa útskrifaðist sem Cand. juris frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2007 og starfaði sem löglærður aðstoðarmaður héraðsdómara áður en hún hóf störf við lögmennsku á árinu 2011. Harpa var ein eigenda Lögfræðistofu Reykjavíkur allt þar til hún fluttist yfir til Bótaréttar sem eigandi og lögmaður á árinu 2018.

Bryndís Gyða Michelsen

Héraðsdómslögmaður
Bryndís útskrifaðist með BA-próf frá Háskólanum í Reykjavík árið 2018 og hlaut viðurkenningu fyrir hæstu einkunn. Bryndís lauk meistaranámi frá sama skóla í byrjun árs 2021 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi hið sama ár. Hún hóf störf hjá Bótarétti haustið 2020 en vann áður meðfram náminu hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Marlena Piekarska

Héraðsdómslögmaður
Marlena útskrifaðist með BA-próf frá Háskóla Íslands árið 2019 og lauk meistaranámi frá sama skóla vorið 2021 með næsthæstu meðaleinkunn. Hún öðlaðist málflutningréttindi fyrir héraðsdómi árið 2022. Marlena hefur starfað hjá Bótarétti frá því haustið 2019 en vann áður meðfram náminu hjá tjónadeild Sjóvá. Marlena er auk þess eini pólskumælandi lögmaður landsins með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum.

Guðmunda Katrín Karlsdóttir

Sérfræðingur
Guðmunda útskrifaðist með BS. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2016 og hlaut útskriftarverðlaun fyrir hæstu einkunn. Guðmunda á langan starfsferil að baki innan vátryggingageirans. Guðmunda starfaði hjá Tryggingamiðstöðinni frá árinu 2000 – 2006 og síðar hjá Vátryggingafélagi Íslands frá árinu 2006 – 2022. Hún lauk Tryggingaskóla SÍT árið 2006 og aflaði sér vottunar vátryggingaráðgjafa í námi á vegum SFF og Opna Háskólans (HR). Guðmunda hóf störf hjá Bótarétti á árinu 2022.

A. Fanney Magnúsdóttir

Skrifstofustjóri
Fanney hefur áralanga reynslu sem skrifstofustjóri, áður á sviði ferðaþjónustu og fasteigna og nú á sviði skaðabótaréttar eftir að hafa starfað hjá Bótarétti frá því sumarið 2021.

Halldís Embla Guðrúnardóttir

Laganemi
Halldís Embla útskrifaðist með BA-próf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2024 og stundar nú meistaranám við sama skóla. Hún hóf störf hjá Bótarétti sumarið 2024 og vinnur nú hjá okkur samhliða námi.

Halldór Óli Úlriksson

Fjármálastjóri
lorem ipsum....

Það kostar ekkert að kanna málið

Hafðu samband við okkur í tölvupóst eða bókaðu tíma í fría ráðgjöf

Scroll to Top