Líkamsárás
Þolendur líkamsárása og kynferðisbrota eiga rétt á því að fá skaðabætur vegna líkamstjóns sem þeir verða fyrir. Slíkar bætur taka til bæði tímabundinna og varanlegra afleiðinga tjónsins. Í mörgum tilvikum er gerandinn ekki greiðslufær. Í þeim tilfellum getur þolandi sótt um bætur úr bótasjóði þolenda sem hægt er að kynna sér nánar á vef stjórnarráðsins.
Að tilkynna líkamstjón
Til þess að bótaréttur vegna líkamsárása virkjist þarf að kæra atvik til lögreglu. Ekki bíða með að leita ráðgjafar og fá upplýsingar til að tryggja þína hagsmuni. Það kostar ekkert!
Bótaréttur, bót í þínu máli.
Viltu vita meira?
Nánari upplýsingar um bætur vegna líkamsárása
Þolendur ofbeldisbrota sem eiga undir ákvæði almennra hegningarlaga eiga allajafna rétt á bótum frá gerandanum vegna líkamstjóns síns á grundvelli skaðabótalaga. Í framkvæmd eru mál rekin með þeim hætti að þolandi kærir árásina til lögreglu og í framhaldinu gerir lögmaður skaðabótakröfu á hendur geranda í opinberu máli sem ákæruvaldið höfðar gegn honum. Í slíkum málum er jafnframt gerð krafa um miskabætur á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga og krafa um greiðslu á útlögðum kostnaði þolanda.
Bótunum má skipta í tvennt. Annars vegar bætur vegna tímabundinna afleiðinga sem varða bætur vegna tímabundins tekjutaps og þjáningabætur. Hins vegar bætur vegna varanlegra afleiðinga líkamstjóns og kemur þá til skoðunar mat vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku.
Mögulegur bótaréttur úr heimilistryggingu.
Einnig kemur til skoðunar að kanna mögulegan bótarétt úr heimilistryggingu sé þolandi með slíka tryggingu í gildi.
Hvað tekur ferlið langan tíma?
Ferli mála tekur mið af rannsókn máls og bataferli hvers og eins. Ef þolandi hefur orðið fyrir varanlegum skaða vegna árásar þarf að meta afleiðingarnar samkvæmt örorkumati hjá hlutlausum matsmönnum. Slíkt mat fer yfirleitt ekki fram fyrr en í fyrsta lagi ári eftir að atvikið á sér stað.
Kostar að fá lögmann Bótaréttar í málið?
Fyrsta viðtalið er alltaf frítt og fáist ekki greiddar bætur greiðir þú engan lögmannskostnað.
Fáir þú greiddar bætur vegna slyssins greiðir þú lögmannskostnað í samræmi við gjaldskrá Bótaréttar en kostnaðurinn er dreginn frá í lok máls.
Lentir þú í slysi?
Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að sækja þær bætur sem þú átt rétt á.