Frítímaslys
Ótal tilvik geta talist til frítímaslysa en þau algengustu eru rakin til hálku, heimilisstarfa, íþróttaiðkana eða útiveru eins og hjólreiða, hestamennsku, skíðaiðkunar eða bara göngutúra. Slysum vegna rafmagnshlaupahjóla hefur einnig fjölgað mikið og teljast nú ein algengasta tegund frítímaslysa á Íslandi.
Slys tilkynnt of seint
Flóknir tryggingaskilmálar og samspil ýmissa tryggingategunda hafa orðið til þess að margir eru ómeðvitaðir um mögulegan rétt sinn til bóta vegna frítímaslyss.
Því miður er það svo að margir þekkja ekki rétt sinn er slys verður á frítíma og missa því rétti til bóta þar sem að slys var tilkynnt of seint. Oftast er ástæðan sú að fólk telur sitt slys ekki nógu alvarlegt, veit ekki hvert það á að leita eða fær ekki fullnægjandi upplýsingar frá sínu tryggingafélagi. Því er mikilvægt að fá afstöðu óháðra aðila sem hafa reynsluna og þekkinguna sem til þarf.
Mikilvægt er að tilkynna slys við fyrsta tækifæri svo bótaréttur falli ekki niður hjá tryggingafélögum eða öðrum hlutaðeigandi aðilum.
Þú þekkir þitt mál - við þekkjum úrræðin!
Fleiri en ein trygging?
Bótaréttur vegna frítímaslysa getur verið til staðar úr fleiri en einni tryggingu, til að mynda úr heimilistryggingu, í gegnum slysatryggingar Sjúkratrygginga Íslands eða launþegatryggingu vinnuveitanda. Hér geta flóknar spurningar vaknað og því er ekki úr vegi að láta sérfræðinga fara með málið þitt á meðan þú einbeitir þér að þínum bata. Ekki bíða með að leita ráðgjafar og fá upplýsingar til að tryggja þína ítrustu hagsmuni. Það gæti reynst þér dýrkeypt að gera ekkert í þínu máli!
Bótaréttur, bót í þínu máli.
Viltu vita meira?
Dagpeningar vegna óvinnufærni
Ef slys veldur óvinnufærni getur komið til greiðslu dagpeninga. Greiðslur dagpeninga koma yfirleitt ekki í stað launa heldur er um að ræða fyrirfram ákveðna upphæð í samræmi við skilmála trygginga.
Yfirleitt er að finna ákvæði í skilmálum um bið- og bótatíma vegna dagpeninga.
Skila þarf inn óvinnufærnisvottorði frá lækni sem staðfestir tímabil óvinnufærni(nnar).
Hvaða tryggingar tryggja frítímaslys?
Réttur til bóta vegna frítímaslysa getur verið til staðar í gegnum heimilistryggingu, slysatryggingar á vegum Sjúkratrygginga Íslands, tryggingar vinnuveitanda eða aðrar almennar slysatryggingar.
Hvað er bætt úr tryggingum vegna frítímaslysa?
Sjúkrakostnaður
Almennt greiðist sjúkrakostnaður vegna læknisheimsókna, lyfja og meðferðar hjá sjúkraþjálfara. Mikilvægt er að halda vel utan um alla reikninga sem kunna að falla til vegna slyss og fá tilvísun frá lækni ef leita þarf til sjúkraþjálfara. Í einhverjum tilvikum er greiddur kostnaður vegna sálfræðiþjónustu eða annarrar sérhæfðrar meðferðar en slíkt er þó ávallt skoðað hverju sinni.
Dagpeningar vegna óvinnufærni
Ef slys veldur óvinnufærni getur komið til greiðslu dagpeninga. Greiðslur dagpeninga koma yfirleitt ekki í stað launa heldur er um að ræða fyrirfram ákveðna upphæð í samræmi við skilmála trygginga.
Yfirleitt er að finna ákvæði í skilmálum um bið- og bótatíma vegna dagpeninga.
Skila þarf inn óvinnufærnisvottorði frá lækni sem staðfestir tímabil óvinnufærni(nnar).
Bætur vegna varanlegs miska
Hvaða erfiðleikum hefur slysið valdið hvort heldur andlega og líkamlega? Bætur samkvæmt þessum hlið taka mið af slysaáverkum út frá læknisfræðilegu sjónamiði og hversu miklum erfiðleikum þeir valda í lífi þess sem slasast.
Bætur fyrir varanlega örorku
Hvaða möguleikar eru til að vinna sömu vinnu, af sama krafti út lífið eftir slys? Bætur fyrir varanlega örorku taka mið af framtíðartekjutapi vegna varanlegrar skerðingar á aflahæfi sem slysaáverkarnir hafa í för með sér. Bæturnar reiknast út frá aldri tjónþola og tekjum hans síðastliðin þrjú ár fyrir slys. Hafi tjónþoli verið tekjulítill síðastliðin þrjú ár fyrir slys er miðað við ákveðin lágmarkslaun.
Bætur vegna varanlegrar örorku eru reiknaðar þegar ákvæði skaðabótalaga eiga við um uppgjör slysatjóns.
Tekur ferlið langan tíma?
Ef slys veldur varanlegum afleiðingum þarf að óska eftir örorkumati hjá hlutlausum matsmönnum. Slíkt mat fer yfirleitt ekki fram fyrr en í fyrsta lagi ári eftir að slys varð og með samþykki tryggingafélags sem í hlut á.
Ef slys er einnig skráð hjá Sjúkratryggingum Íslands þarf að framkvæma annað mat og er það í höndum sérstakra matsmanna á þeirra vegum.
Kostar að fá aðstoð lögmanns Bótaréttar?
Fyrsta viðtal er alltaf frítt og fáist ekki greiddar bætur vegna slyssins greiðir þú engan lögmannskostnað.
Fáir þú greiddar bætur vegna slyssins greiðir þú lögmannskostnað í samræmi við gjaldskrá Bótaréttar en kostnaðurinn er dreginn frá í lok máls.
Lentir þú í slysi?
Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að sækja þær bætur sem þú átt rétt á.