Sjóslys
Starfsfólki til sjós er tryggður mjög ríkur réttur til bóta í ljósi hættulegra og krefjandi vinnuaðstæðna. Verði líkamstjón vegna slyss skiptir ekki máli hvort það sé að rekja til mistaka eða vanrækslu. Mikilvægt er þó að bregðast skjótt og rétt við og tilkynna slysið til atvinnurekanda. Atvinnurekanda er skylt að tilkynna slysið til Sjúkratrygginga Íslands og Vinnueftirlistsins. Mikilvægt er að slys sé tilkynnt til tryggingafélags atvinnurekanda.
Slys tilkynnt of seint
Því miður er það svo að margir átta sig ekki á mögulegum rétti til bóta þegar slys verður í frítíma og missa þannig af rétti sínum til bóta sé slys tilkynnt of seint. Oftast er ástæðan sú að fólk telur slys ekki vera nógu alvarlegt, veit ekki hvert það á að snúa sér eða fær ekki fullnægjandi upplýsingar frá sínu tryggingafélagi. Því er mikilvægt að fá afstöðu óháðra aðila sem þekkja reglurnar og vinna með þær daginn út og inn.
Mikilvægt er að tilkynnið slys án tafar svo bótaréttur falli ekki niður hjá tryggingafélögum eða öðrum hlutaðeigandi aðilum.
Þú þekkir þitt mál - við þekkjum úrræðin og vitum hversu langan tíma þú hefur til að fá bót þinna mála.
Málið skráð á réttum stöðum.
Mikilvægt er að bregðast skjótt og rétt við. Tilkynna slys til atvinnurekanda eða láta sérfræðinga um það. Atvinnurekanda ber skylda til að tilkynna slys til Sjúkratrygginga Íslands og Vinnueftirlitsins. Mikilvægt er að slys sé tilkynnt til tryggingafélags atvinnurekanda.
Ekki bíða með að leita ráðgjafar og fá upplýsingar til að tryggja þína hagsmuni. Það kostar ekkert!
Bótaréttur, bót í þínu máli.
Viltu vita meira?
Sjúkrakostnaður
Almennt greiðist sjúkrakostnaður vegna læknisheimsókna, lyfja og meðferð hjá sjúkraþjálfara. Mikilvægt er að halda vel utan um alla reikninga sem falla til vegna slyss og fá tilvísun frá lækni ef leita þarf til sjúkraþjálfara. Í einhverjum tilvikum er greiddur kostnaður vegna sálfræðiþjónustu eða annarrar sérhæfðrar meðferðar en slíkt er þó ávallt skoðað hverju sinni.
Bætur vegna tekjutaps
Ef vinnuslys veldur óvinnufærni ber vinnuveitanda að greiða starfsmanni sínum laun í samræmi við ákvæði í kjarasamning um slysarétt.
Bætur vegna varanlegs miska
Hvaða erfiðleikum hefur slysið valdið, hvort heldur andlega og líkamlega? Bætur samkvæmt þessum lið taka mið af áverkum slyss út frá læknisfræðilegu sjónarmiði og hversu miklum erfiðleikum þeir valda í lífi hins slasaða.
Bætur fyrir varanlega örorku
Hverjir eru möguleikar þínir á að vinna sömu vinnu og af sama krafti út lífið eftir slys? Bætur fyrir varanlega örorku taka mið af framtíðar tekjutapi vegna varanlegrar skerðingar á aflahæfi sem slysaáverkarnir hafa í för með sér. Bæturnar reiknast út frá aldri tjónþola og tekjum síðastliðin þrjú ár áður en slys varð. Hafi tjónþoli verið tekjulítill síðastliðinn þrjú ár fyrir slysið er miðað við ákveðin lágmarkslaun.
Bætur vegna varanlegrar örorku eru reiknaðar þegar ákvæði skaðabótalaga eiga við um uppgjör slysatjóns.
Hvað tekur ferlið langan tíma?
Ef slys veldur varanlegum afleiðingum þarf að óska eftir örorkumati hjá hlutlausum matsmönnum. Slíkt mat fer yfirleitt ekki fram fyrr en í fyrsta lagi ári eftir að slys varð og með samþykki þess tryggingafélags sem í hlut á.
Ef slys er einnig skráð hjá Sjúkratryggingum Íslands þarf að framkvæma annað mat og er það í höndum sérstakra matsmanna á vegum SÍ.
Hvað kostar að fá lögmann Bótaréttar í málið?
Fyrsta viðtal er alltaf frítt og fáist ekki greiddar bætur vegna slyss(ins) greiðir þú engan lögmannskostnað.
Fáir þú greiddar bætur vegna slyss(ins) greiðir þú lögmannskostnað í samræmi við gjaldskrá Bótaréttar en kostnaðurinn er dreginn frá í lok máls.
Lentir þú í slysi?
Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að sækja þær bætur sem þú átt rétt á.