Áratuga reynsla lögmanna með málflutningsréttindi á öllum dómsstigum.

Það kostar ekkert að kanna málið

Umferðarslys

Hvort sem þú varst ökumaður, farþegi, í órétti eða ekki þá gætirðu átt rétt á bótum vegna umferðarslyss. Bótaréttur er einfaldlega til staðar fyrir alla farþega bílsins hafi þeir orðið fyrir tjóni.

Frítímaslys

Tilvik frítímaslysa eru endalaus, láttu okkur þekkja það, en algengustu er að rekja til hálku, heimilisstarfa, íþróttaiðkanna, almennrar útiveru eða rafmagnshlaupahjóla. Við finnum hins vegar fyrir því í okkar störfum að hér er fólk oft ekki með rétt sinn á hreinu, við getum bætt úr því ef til okkar er leitað.

Sjóslys

Starfsfólki til sjós er tryggður mjög ríkur réttur til bóta í ljósi hættulegra og krefjandi vinnuaðstæðna. Verði líkamstjón vegna slyss skiptir ekki máli hvort það sé að rekja til mistaka eða vanrækslu.

Þú skiptir ekki um hest í miðri á

Hvert slysamál er einstakt en öll eiga þau sammerkt að bregðast þarf skjótt og rétt við, ella hætt við að tjón fáist ekki bætt. Fyrstu viðbrögð skipta máli og sé leitað sérfræðiráðgjafar er til mikils að vanda valið í upphafi, lögmenn hafa ekki allir til að bera sömu þekkingu, reynslu og getu til að gæta hagsmuna á sviði slysa – og skaðabótamála. Áratuga reynsla okkar lögmanna gæti skipt þig sköpum við getum enda rekið mál umbjóðenda okkar á öllum dómstigum hvort sem er fyrir héraðsdómstólum, Landsrétti eða Hæstarétti ef því er að skipta. Þú skiptir ekki um hest í miðri á, veðjaðu á þann rétta í upphafi

Taktu skrefið áður en það er um seinan, ella getur það dregið dilk á eftir sér.

Við bætum það sem uppá vantar

Reynsla og þekking

Starfsfólk Bótaréttar er eldra en tvævetur þegar kemur að slysa- og skaðabótamálum. Félagið enda starfrækt í yfir 15 ár allt frá árinu 2008 og við auk þess með reynslu hinum megin borðsins eftir að hafa starfað áður hjá tryggingafélögum, Sjúkratryggingum Íslands, héraðsdómi eða öðrum stofnunum sem hafa með skaðabótamál að gera - nokkuð sem gæti skipt þig máli!

Málflutningsréttindi

Við erum auk þess bær að fara með mál þitt áfram alla leið komi upp ágreiningur, hvort heldur fyrir kærunefndum, héraðdómstólum, Landsrétti eða Hæstarétti. Í upphafi skal endinn skoða og það gerum við þér allt frá fyrsta viðtali, þitt er að vega og meta hvort málið sé komið í réttar hendur. Okkar orðspor, reynsla og þekking talar sínu máli.

Persónulegt viðmót

Slysamál eru viðkvæm mál sem krefjast vandvirkni, virðingar og trausts á milli aðila.
Starfsfólk Bótaréttar kappkostar við að hlúa vel að hverju máli fyrir sig og veita ráðgjöf á mannamáli. Við gætum hagsmuna þinna í hvívetna, leiðum þig áfram í gegnum ferlið og bætum þig upp þar sem á vantar.

Ánægja viðskiptavina er okkar markmið

Ertu með mál í höndunum?

Láttu á okkur reyna, það gæti verið bót í máli