Innheimta slysa- og skaðabóta

GRÍPANDI SLAGORÐ

Við aðstoðum þig við að innheimta bætur eftir slys. Bótaréttur býr yfir meira en 10 ára reynslu við innheimtu slysa- og skaðabóta.

Þjónustur

Umferðarslys

Vissirðu að þú átt mjög líklega rétt til bóta þótt þú hafir verið í órétti?

Sjóslys

Starfsfólki til sjós er tryggður mjög ríkur réttur til bóta í ljósi hættulegra og krefjandi vinnuaðstæðna.

Frítímaslys

Slys sem eiga sér stað og valda líkamstjóni utan vinnutíma fjölgar sífellt.

Vinnuslys

Vinnuslys er ekki bara slys sem eiga sér stað á eiginlegum vinnustað heldur einnig slys sem eiga sér stað á leið í eða úr vinnu eða þegar þú ert að sinna verkefnum fyrir vinnuveitanda úti í bæ

Líkamsárás

Ef þú hefur orðið fyrir líkamstjóni sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum eins og t.d. vegna líkamsárásar eða kynferðisbrots áttu allajafna rétt á bótum frá gerandanum.

Læknamistök

Læknamistök geta tengst rangri sjúkdómsgreiningu eða meðferðarúrræði, mistök við fæðingu eða mistök heilbrigðisstarfsmanna

Bótaréttur aðstoðar þig við að sækja rétt þinn.

Fyrsta skrefið er alltaf þitt, hvort þú ert tilbúinn að leita aðstoðar og fá svör sérfræðinga um þitt mál áður en það er of seint. Það er svo okkar að vega og meta næstu skref, í samvinnu við þig.

Okkar starfsfólk hefur yfir að ráða viðamikillri reynslu og þekkingu á sviði slysa-og skaðabótamála. Bótaréttur var stofnaður á árinu 2008 og síðan þá fengið til liðs við sig starfsfólk sem hvort heldur starfaði áður hjá tryggingafélögum, Sjúkratryggingum Íslands, héraðsdómi eða öðrum stofnunum sem hafa með skaðabótamál að gera.

01

Slysið sjálft

Hvorki er spurt um stað né stund þegar slys ber að höndum heldur er spurt hvað gerðir þú á vettvangi eða sá hinn sami sem kom að þér? Við gætum öll staðið í þessum sporum, fyrstu viðbrögð skipta öllu máli til að tryggja líf og heilsu en fyrstu viðbrögð skipta einnig máli þegar kemur að hugsanlegum skaðabótarétti verði tjón. Hvað ert þú með í höndunum til að sýna fram á og sanna hvað gerðist, hvað skemmdist þegar sú spurning kemur upp hver beri mögulega ábyrgðina á þínu tjóni?

02

Leitaðu ráðgjafa

Bætur fyrir sannanlegt tjón eru af ýmsu tagi og lagagrundvöllur þeirra misjafn. Til að mynda hvað varðar skaðabætur eða slysabætur, hvort sök sé skilyrði bótagreiðslna eða ekki og svo má áfram lengi telja. Hitt er að þú þarft fyrst og fremst að fá að vita er hvort þú sért mögulega með mál í höndunum sem við gætum aðstoðað þig með? Það er spurning sem við viljum svara í samráði við þig.

03

Gagnaöflun

Það að þú getir sýnt fram á og sannað tjónið þá þarf að leggja fram gögn því til sönnunar. Mikilvægt er að þú vitir eða fáir upplýsingar hvaða gagna þú þarft að afla eins og áverka- og læknisvottorða eða skýrslu sjúkraþjálfara. Að sama skapi skiptir máli að vita hvort þú berir kostnaðinn eða tryggingafélagið? Við öflum allra gagna fyrir okkar viðskiptavini, ert þú einn af þeim?

04

Afstaða um bótarétt

Fljótlega eftir að slys hefur verið tilkynnt líður almennt ekki langur tími þar til afstaða um bótaskyldu liggur fyrir, þ.e. hvort skaðabætur verði greiddar eða ekki. Sé viðurkennt að skaðabætur skulu greiddar er algengt að bíða þurfi að minnsta kosti ár þangað til hægt er að meta afleiðingar slyssins, það er fjárhæð skaðabótanna. Afstaða um framangreint þarf hins vegar ekki að vera endanleg, hér kemur að okkar sérfræðiþekkingu og reynslu hvort reyna megi á að fá þeim hnekkt fyrir úrskurðarnefndum eða dómstólum.

Mikilvægast er að bregast við fyrr en seinna

Reynsla

Okkar starfsfólk hefur yfir að ráða viðamikillri reynslu og þekkingu á sviði slysa-og skaðabótamála. Bótaréttur var stofnaður á árinu 2008 og síðan þá fengið til liðs við sig starfsfólk sem hvort heldur starfaði áður hjá tryggingafélögum, Sjúkratryggingum Íslands, héraðsdómi eða öðrum stofnunum sem hafa með skaðabótamál að gera.

Þekking

Að hafa setið báðum megin við borðið er nokkuð sem við búum að og kemur okkar umbjóðendum til góðs, ekki síður en sú staðreynd að við getum rekið mál á öllum dómstigum, þá einnig Landsrétti og Hæstarétti en ekki bara fyrir héraðsdómi. Við erum því eldri en tvævetur enda starfað á sviðinu í yfir 15 ár, nokkuð sem gæti skipt þig máli!

Traust

Við leggjum alúð okkar í hvert og eitt mál. Ef þú ert tilbúinn að leggja allt á borðið þá mátt þú treysta því að erum tilbúin að veita þér heiðarlegt og skýrt svar um mögulega framvindu þíns máls án nokkurra skuldbindinga, eða kostnaðar.

Umsagnir frá skjólstæðingum

"Bótaréttur aðstoðaði mig við að sækja bætur eftir slys sem ég lenti í. Ég hefði ekki getað gert þetta án þeirra og þau stóðu sig ótrúlega vel og var mjög þæginlegt að vinna með þeim að þessum málum"
Magnús Magnús Magnússon
"We will write a hypothetical testimonial from a satisfied customer. You can replace this with actual testimonials from your clients. Testimonials are a great way to inspire potential customers to trust you."
Testimonial Author Name

Lentir þú í slysi?

Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að sækja þær bætur sem þú átt rétt á.

Scroll to Top